Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kemur á fundinn á miðvikudag. Hann ætlar að fjalla um hvernig ferðageirinn kemur undan sumri og framtíðarhorfur í greininni.
Berglind Ásgeirsdóttir fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri mun fjalla um innflytjendastefnu og nýjan mannauð.
´Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags mun ræða ástand og horfur á fasteignamarkaði.
Geir Sigurðsson heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum flytur erindi um öldrunarfordóma og öldrunarheimspeki
Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup heldur erindi.
Halla Bergþóra Björnsdóttir rótarýfélagi og lögreglustjóri ræðir um afbrotavarnir.
Borgarleikhúsið heimsótt fimmtudaginn 20. október klukkan 18. Félagi okkar og leikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir sýnir okkur húsið. Síðan er hægt að kaupa snittur frá Jómfrúnni (3 snittur á 2.900 kr) og síðan klukkan 20 verðum við í bestu sætum á sýningunni 9 líf Bubba. (20% afláttur, 9.120 kr...
Dr. Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri mun fjalla um sjálfbærni í matvælaframleiðslu og framtíð Íslands á því sviði í erindinu Matvælalandið ísland“.
Bjarni K. Grímsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi heiðrar okkur með heimsókn og heldur tölu.
Róbert Helgason frumkvöðull og stofnandi Kot (kot.is). Kot er gagnadrifið fasteignasölukerfi fyrir eigendur fasteignaverkefna sem skilar sér í betri yfirsýn og gegnsæi fyrir kaupendur og fasteignasala. https://kjarninn.is/frettir/ahugasamir-kaupendur-geta-sed-haestu-tilbod-sem-borist-hafa/
Vilborg Einarsdóttir frumkvöðull og félagi okkar segir frá nýjasta verkefni sínu, BravoEarth (bravo.earth).
Dagfinnur Sveinbjörnsson frá Hringborði norðurslóða ("Arctic Circle Forum") kynnir fyrirbærið og rifjar upp erindi sem hann flutti á síðasta fundi samtakanna; Heimskautin og þriðji póllinn - Himalaya.
Geir Sigurðsson prófessor við HÍ heldur erindi um stöðuna í Kína.
Sveinn Valgeirsson félagi okkar hefur tekið frá Dómkirkjuna fyrir helgistund hópsins í Dómkirkjunni næstkomandi miðvikudag 7 desember kl. 18.00 . Diddú og Kjartan Óskarsson munu auka enn á hátíðleika kvöldsins. Að því loknu verður sameiginlegur málsverður á Hótel Borg, Karolínusal sjá hjálagða...
Einar Thoroddsen læknir og lífskúnstner flytur erindið "Dante í íslenskum meðförum". Einar þýddi Víti Dantes á íslensku nýlega og mun lýsa glímunni við að staðfæra Gleðileik Dantes yfir í íslenska ljóðahefð.
Friðrik Jónsson formaður BHM mun flytja erindi um öryggismál og Ukraínu og mun einnig koma inn á kjaraviðræður.
Jón. Þ. Þór sagnfræðingur mun ræða sögu Bretaveldis og koma með nokkur eintök af nýlegri bók sinni um það efni á fundinn og verða þau til sölu á 3.000 krónur stykkið.
Stella Samúelsdóttir framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi heldur erindi og mun þar kynna samtökin og starf þeirra.
Berglind Rán Ólafsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri ON og nýr forstjóri ORF Líftækni mun fjalla um vistaskipti sín úr orkugeiranum yfir í líftæknifyrirtæki sem er nýtt af nálinni og hefur bætta framtíð mannkyns að leiðarljósi, en fyrirtækið hyggur á sókn inn á nýjan markað fyrir dýravaxtarþætti.
Ármann Jakobsson, prófessor og formaður íslenskrar málnefndar, fjallar um stöðu og framtíð íslenskunnar í fyrirlestri sem hann nefnir Hvar kreppir skórinn? Um stöðu tungunnar og starf Íslenskrar málnefndar.
Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson, félagar okkar kynna stórvirkið Þingvellir í íslenskri myndlist, sem kom út fyrir jólin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi um Ógnir við lýðræði. Ekki er sjálfgefið að öll ríki þróist í átt til lýðræðis eða að lýðræðisríki haldi áfram að viðhafa lýðræði. Í erindinu verður farið yfir það á hvaða stoðum lýðræði hvílir, einkenni einræðisr...