Kæru félagar.
Í hádeginu verður síðasti fundur starfsársins. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest fyrir sumarleyfið. Stjórn starfsársins skilar af sér og sú nýja tekur við. Við munum einnig taka inn nýjan félaga, Ásgeir Jónsson. Inntaka hans átti að gerast í mars, en frestaðist auðvitað vegna kófsins – en ég er glöð að geta boðið hann velkominn í klúbbinn á þessu starfsári.
Sjáumst!
Bestu kveðjur
Guðrún