Rótarýklúbbur Reykjavíkur
Stofnaður fimmtudagur, 13. september 1934
Klúbburinn 9813
- Rótarýumdæmið á Íslandi
- Stofnnúmer
Fyrstu tilraunir til stofnunar rótarýklúbbs á Íslandi voru gerðar á árunum 1920 eða 1921 og voru þær tilraunir á vegum Rótarýklúbbs Hull í Englandi. Voru tilmæli þar um borin upp við Ásgrím Sigfússon, útgerðarmann í Hafnarfirði. Hann taldi ýmis tormerki á því að áhugi væri á slíkum klúbbi í Hafnarfirði og þessar hugmyndir náðu aldrei lengra.
Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en seint á árinu 1933 eða snemma á árinu 1934, þegar Ludvig Storr, sem þá var danskur ræðismaður í Reykjavík, fékk fyrirspurn frá Rótarýklúbbi Kaupmannahafnar um möguleika á stofnun rótarýklúbbs á Íslandi. Til að skoða þetta nánar var fenginn Knud Zimsen, sem hafði hætt borgarstjórastörfum í árslok 1932. Var hann í fyrstu nokkuð tregur til að taka þetta að sér, en með góðri aðstoð sérstaklega frá K. Mikkelsen lyfsala, sem var meðlimur í Rótarýklúbbi Kaupmannahafnar var skipuð undirbúningsnefnd, sem boðaði um 30 einstaklinga á fund til að ræða frekar stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur. Á fundinn kom K. Mikkelsen við og þrír aðrir félagar með honum og kynntu starfsemi Rótarý fyrir veislugestum. Meirihluti fundarmanna var hlynntur stofnun á klúbbi hér og þann 13.september 1934 var efnt til stofnfundar Rótarýklúbbs Reykjavíkur. Á fundinum voru 20 stofnfélagar, en auk þess voru taldir til stofnfélaga 4 aðrir félagar, sem höfðu samþykkt stofnun, en gátu ekki setið stofnfundinn.
Fyrsta stjórn Rótarýklúbbs Reykjavíkur var þannig skipuð:
Forseti: Knud Zimsen
Varaforseti: Hallgrímur Benediktsson
Ritari: Benedikt Gröndal
Gjaldkeri: Ludvig Storr
Stallari: Ragnar Blöndal
Samþykkt var að fundað skyldi á hverjum miðvikudegi klukkan 12:30 og fyrsti fundarstaður klúbbsins var í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Þessi fundartími hefur haldist nokkuð vel, en fundarstaðir hafa verið nokkrir í gengum tíðina.
Meðlimir
Virkir félagar |
115 |
- Karlar |
77 |
- Konur |
38 |
Paul Harris félagi |
27 |
Gestafélagar |
0 |
Heiðursfélagar |
3 |
Aðrir tengiliðir |
1 |
|
|