Leikhúsheimsókn

fimmtudagur, 20. október 2022

Rótarýklúbbur Reykjavíkur ásamt gestum fjölmennti í Borgarleikhúsið að kvöldi 20. október síðastliðins. 25 rótarýfélagar og 23 gestir voru mættir klukkan 18 í anddyri Borgarleikhússins þar sem Brynhildur Guðjónsdóttir, klúbbfélagi og leikhússtjóri tók á móti hópnum. 

Gengið var baksviðs um alla króka og kima og starfsemi leikhússins, þar sem hin flókna og samhæfða starfsemi sem uppsetning leiksýninga krefst var útskýrð. 

Að því loknu beið hópsins smörrebröd frammi í anddyri og loks var horft á hina frábæru sýningu Níu líf. 

Það er ekki ofsögum sagt að um einstaklega ánægjulegan og fræðandi viðburð hafi verið að ræða og fóru félagar glaðir heim.

Heimsókn í Borgarleikhúsið og söngleikurinn Níu líf.