Ákveðið hefur verið af stjórn að fundurinn á miðvikudaginn verði fjarfundur í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Þrír félagar í klúbbnum, sem starfa við íslensku þjóðkirkjuna, verða með framsögu en það verða feðginin Sigríður og Hjálmar og með þeim verður Sveinn Valgeirsson. Þau munu ræða um kirkjuna í ýmsu samhengi á Covid tímum. Kirkjustarf í kófinu.