Fjarfundur: Einar Kristinn Guðfinnsson, fv. ráðherra.

miðvikudagur, 11. nóvember 2020 12:15-13:00, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 105 Reykjavík

Næstkomandi miðvikudag mun Einar Kristinn Guðfinnsson, fv. ráðherra, flytja erindi, sem hann nefnir „Ekki tala um stórar þjóðir og litlar þjóðir“. Einar mun fjalla um fullveldishugtakið og hvernig fullveldi okkar er forsenda þess að geta starfað á jafnréttisgrundvelli á sviði alþjóðasamskipta.